Velkomin á heilbrigðisþing árið 2020 þann 27. nóvember sem fjallar um mönnun, menntun og nýsköpun í heilbrigðiskerfinu.
Heilbrigðisþingið er liður í vinnu við gerð þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um stofnun sérstaks ráðs á landvísu um þessi mál.
Meðal fyrirlesara eru: Svandís Svavarsdóttir, Gabrielle Jacob, Ásta Bjarnadóttir, Ásta Valdimarsdóttir, Alma Möller, Óskar Reykdalsson, Margrét Helga Ögmundsdóttir, Sigyn Jónsdóttir, Guðjón Hauksson og Inga Þórsdóttir.
Vantar þig aðstoð varðandi skráningu á þingið? Hafðu samband og við svörum við fyrsta tækifæri.
Sigyn Jónsdóttir situr í stjórn Tækniþróunarsjóðs og starfar sem VP Professional Services hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Men&Mice. Hún á að baki margþætta reynslu úr tækni- og nýsköpunargeiranum hér á landi og er með M.Sc. gráðu í hugbúnaðar- og rekstrarverkfræði frá Columbia-háskóla í New York.